Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 11:58:09 (1738)

1995-12-08 11:58:09# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[11:58]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Vegna síðustu spurningar hv. þm. vek ég athygli á því að einmitt með þessari aðferð erum við að gera það að verkum að næstu bandormar þessarar ríkisstjórnar eða annarra þurfa ekki að vera eins umfangsmiklir því að við erum að færa fjölmörg til að mynda ,,þrátt-fyrir``-ákvæði í þann búning að þau þurfi ekki að lenda með í bandormi og önnur atriði eru líka færð í varanlegra horf. Að þessu leyti til er þetta ,,leiðinlega`` frv. að bregðast við óskum hv. þm.