Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 15:39:26 (1747)

1995-12-08 15:39:26# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SJS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[15:39]

Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil inna eftir því áður en ég og e.t.v. fleiri hv. þingmenn taka til máls í annað sinn, hvort hæstv. ráðherrar hafi ekki hugsað sér að svara þeim spurningum sem bornar hafa verið fram. Hér eru mál sem varða hæstv. dómsmrh. t.d., heilbrrh., félmrh. og fleiri. Ég og margir fleiri ræðumenn höfum beint spurningum til hæstv. ráðherra og ég tel að það sé eðlilegri gangur í umræðunni að hæstv. ráðherrar svari spurningum þegar fyrstu umferð er lokið og áður en þingmenn ganga frekar á rétt sinn til að tala í umræðunni. Þannig að ég vil leyfa mér að beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að hann kanni hvar hæstv. ráðherrar eru staddir, þeir hefðu nú mátt sitja betur hér í dag, og athugi hvort þeir hyggjast svara eða setja sig á mælendaskrá áður en umræðan heldur áfram lengur. Ég áskil mér þar af leiðandi rétt til að bíða með að taka aftur til máls á meðan þetta er í athugun hjá hæstv. forseta.

(Forseti (GÁ): Forseti mun kanna hvar ráðherrar eru. Ég hygg að þeir séu flestir hér í húsinu.)