Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 16:05:34 (1756)

1995-12-08 16:05:34# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[16:05]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Hér var ekki um að ræða neinar dylgjur. Ég benti aðeins á þá staðreynd að flokkur hv. þm. hefur oft og iðulega bent á, bæði utan og innan ríkisstjórnar, þær fjárhagslegu staðreyndir sem setja okkur mörk á hverjum tíma. Ég er ekki að segja flokki hv. þm. þetta til hnjóðs. Þvert á móti er þetta kannski það sem helst má finna flokki hv. þm. til ágætis að hann hefur reynt að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. Ég er hvorki að draga úr vilja hv. þm. né flokks hans til þess að taka myndarlega á í þessu máli, engan veginn að væna hvorki hv. þm. né flokk hans um það heldur aðeins að vekja athygli á því að bæði í þessu máli og öðrum þurfa menn að virða þær fjárhagslegu takmarkanir sem ríkissjóði eru settar á hverjum tíma.