Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 17:33:45 (1772)

1995-12-08 17:33:45# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[17:33]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég virði það við hv. þm. að við getum síðar deilt um ríkisfjármálin. En vegna fyrirspurnarinnar skal það tekið fram að hugmyndin að lagagreininni er sú að ríkisstjórnin geti, þrátt fyrir að þingið sitji ekki og þrátt fyrir að ekki sé flutt lagafrv., vikið frá upphæð fjárlaganna um allt að 3% ef þjóðhagslegar aðstæður breytast. Þar með er talin verðbólga t.d. Þar með væru taldar stórfelldar launahækkanir þannig að möguleikar séu til að bregðast við ef slíkar aðstæður skapast og vona ég að það svari þessari fyrirspurn.