Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 17:36:27 (1775)

1995-12-08 17:36:27# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[17:36]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil geta þess vegna orða hv. þm. að ef við lítum á búvörusamningana, en þessi samningur sem gerður var núna var bara samningur til breytinga á samningi sem er í gildi, þá kemur í ljós og ég held að allir séu sammála um að það séu staðreyndir, að áður en fyrsti búvörusamningurinn tók gildi árið 1990 voru sauðfjárræktinni greiddir 4 milljarðar úr ríkissjóði. Árið 2000 er gert ráð fyrir því að þetta verði 2 milljarðar. Auðvitað er þetta há upphæð, en sýnir þó að hún mun lækka verulega.

Svo heyri ég það á hv. þm. að hann hefur ekki hlustað vel á hv. þm. Svavar Gestsson sem lýsti því hér áðan að hv. þm. Framsfl. og ráðherrar hefðu lært mjög mikið af fjmrh. og væru farnir að tala á hans máli. Allt sem hann sagði var öfugt við það þannig að þeir koma sér ekki einu sinni saman um þetta, hv. stjórnarandstæðingar. Ég held að sjónarmið Svavars sé miklu nær sannleikanum en það sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði. En það er alveg rétt að svona var skrifað fyrir kosningar en síðan hefur margt lagast.