Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 17:41:46 (1779)

1995-12-08 17:41:46# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[17:41]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað alrangt að verið sé að leggja fjármagnstekjuskatt á aldraða. Það er einungis verið að leggja það til að fjármagnstekjur þeirra sem eiga peninga hafi sömu verkan eða um það bil sömu verkan og þær tekjur sem maðurinn vinnur fyrir sem er að grafa skurð. Finnst t.d. hv. þm. Ögmundi Jónassyni það vera mjög ósanngjarnt að sá sem á mikla peninga í banka og þeir bera vexti, hljóti einhverja skerðingu þegar tekjur hins sem er að grafa skurð, fátæka verkamannsins, skerða bætur úr almannatryggingakerfinu? Það er verið að fjalla um hluti eins og þessa. Svo er verið að tala um tekjur. (Gripið fram í.) Við skulum vera stilltir andartak, andartak hv. 8. þm. Reykv. Við skulum síðan líta á skattana. Ég veit ekki betur en það hafi verið kjarninn í því sem verkalýðshreyfingin bað um núna í þessum milljarði að 400 millj. kr. skattalækkun yrði á næsta ári. Það voru viðhorf verkalýðshreyfingarinnar. Ég heyri að fulltrúar Alþb. hafa aðrar hugmyndir um línur.