Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 18:08:36 (1787)

1995-12-08 18:08:36# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[18:08]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég geri mér það fyllilega ljóst að til eru karlar líka sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum. En þær konur sem eingöngu eru nú í húsmóðurhlutverkinu, margar hverjar orðnar fullorðnar og missa menn sína áður en þær verða 67 ára eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það er algengara að konur hafi haft karla sem fyrirvinnur heldur en karlar eiginkonur sínar. Ég vil bara benda á að þetta er svona núna og það eru ekki háar upphæðir sem menn ætla að fara að spara þarna á lítilmagnanum. Ekkjulífeyrir er orðinn mjög tekjutengdur og nánast skertur út úr kerfinu.