Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 18:20:34 (1794)

1995-12-08 18:20:34# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[18:20]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við skulum fara yfir málin í rólegheitunum, hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Hér er talað um útgjaldaukningu í öllum málaflokkum. Heilbrigðismálum, menntamálum, samgöngumálum, dómsmálum, sama hvar menn ber niður. Það er málið og við skulum ræða það. Við skulum gera upp heildardæmið. Það er hollt, bæði fyrir stjórn og stjórnarandstöðu. Það er hollt og þá sjáið þið hvað út af stendur. Það er málið sem við eigum að takast á um hér. Ég held að þessi umræða hafi verið mjög góð og ef menn eru tilbúnir að leggja saman dæmin hér, þá er það gott. (SJS: Er ekki hæstv. ráðherra búinn að því? Hvar eru rökin?)