Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 19:46:20 (1810)

1995-12-08 19:46:20# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[19:46]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kemst ekki hjá því að vekja athygli á því að hv. 8. þm. Reykv. er að verja þau sjónarmið að maður sem vinnur hörðum höndum í verkamannavinnu og er orðinn sjötugur þarf að sætta sig við að bætur hans skerðast. Maður sem hefur samkvæmt lögum borgað í lífeyrissjóð í lengri tíma og fær þar af leiðandi borgað úr honum verður að sætta sig við að bætur hans frá almannatryggingum skerðist. Hafi hann hins vegar hvorki launatekjur né tekjur úr lífeyrissjóði af því að hann hefur aldrei borgað í hann en á verulegar upphæðir í banka, eiga tekjur af þeirri inneign ekki að skerða bætur. Þetta er sjónarmið hv. þm. Svavars Gestssonar og það er vissulega athyglisvert.