Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 19:47:18 (1811)

1995-12-08 19:47:18# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[19:47]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað hreinn útúrsnúningur. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að leggja fjármagnstekjuskatt á alla. Það á ekki að byrja á því að leggja fjármagnstekjuskatt á gamalt fólk og öryrkja og það á ekki að byrja á því að nota Tryggingastofnun ríkisins sem útibú frá skattstofunni. Það er það sem ég er að segja en hæstv. fjmrh. vill hvorki skilja það né hlusta á það. Er það kannski vegna þess að hann ætlar að nota þessa umræðu til að koma í veg fyrir það í fimmta sinn að fjármagnstekjuskattur verði lagður á yfir línuna? Ætlar hann að búa sér til úr þessu skálkaskjól fyrir íhaldið í landinu?