Fíkniefna- og ofbeldisvandinn

Þriðjudaginn 12. desember 1995, kl. 14:41:27 (1835)

1995-12-12 14:41:27# 120. lþ. 60.91 fundur 135#B fíkniefna og ofbeldisvandinn# (umræður utan dagskrár), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur


[14:41]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Nú hefst utandagskrárumræða um fíkniefna- og ofbeldisvandann. Um fyrirkomulag umræðunnar er samkomulag milli þingflokkanna. Hver þingflokkur hefur 15 mínútna ræðutíma og samtals mun því ræðutíminn verða um ein og hálf klukkustund. Röð flokkanna verður þessi: Alþfl., Sjálfstfl., Alþb. og óháðir, Framsfl., Þjóðvaki, Samtök um kvennalista. Málshefjandi verður hv. 5. þm. Reykn., Rannveig Guðmundsdóttir, en þrír ráðherrar, þ.e. hæstv. menntmrh., hæstv. heilbrrh. og hæstv. dómsmrh., taka þátt í þessari umræðu fyrir hönd sinna flokka. Gert er ráð fyrir að umferðir verði tvær. Ræðutími hvers flokks er 15 mínútur eins og nú hefur verið sagt, en það er að sjálfsögðu lagt í vald flokkanna hvernig tíma er skipt milli umferða.