Bifreiðagjald

Þriðjudaginn 12. desember 1995, kl. 17:27:13 (1864)

1995-12-12 17:27:13# 120. lþ. 61.4 fundur 137. mál: #A bifreiðagjald# (upphæð gjalds og ákvörðun þess) frv., Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur


[17:27]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Þessi breyting felst fyrst og fremst í því að hækka gjöldin með tilliti til þeirra verðbreytinga sem miðað er við í forsendum fjárlagafrv. Enn fremur er samkvæmt frv. verið að koma til móts við bifreiðaeigendur þannig að þeir geta fengið bifreiðar sínar skoðaðar án þess að það sé búið að greiða bifreiðagjaldið. Síðan er í frv. gert ráð fyrir því að flýta eindaga bifreiðagjalds um fjórar vikur eða einn mánuð, en nefndin gerir þær breytingar að eindagar bifreiðagjalds verði sex vikum eftir gjalddaga en ekki fjórar vikur eins og frv. hafði gert ráð fyrir

Öll nefndin stendur að þessari breytingartillögu og nefndarálitinu.