Almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 15:39:00 (1878)

1995-12-13 15:39:00# 120. lþ. 64.4 fundur 74. mál: #A almenn hegningarlög# (alþjóðasamningur um bann við pyndingum) frv., Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur


[15:39]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir hönd allshn. fyrir nál. á þskj. 338, um frv. til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. Með leyfi virðulegs forseta ætla ég að lesa upp þetta nefndarálit:

,,Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Björgu Thorarensen, deildarstjóra í dómsmálaráðuneyti. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Íslandsdeild Amnesty International, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Fangavarðafélagi Íslands, Sýslumannafélagi Íslands, Fangelsismálastofnun ríkisins, Landssambandi lögreglumanna og lögreglustjóranum í Reykjavík.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Hún vill þó benda á að í umsögnum Íslandsdeildar Amnesty International og Mannréttindaskrifstofu Íslands komu fram ábendingar um nauðsyn þess að gerður verði samanburður á ákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttmála, sem Ísland er aðili að, og íslenskum lögum og réttarframkvæmd.``

Undir nefndarálitið rita Sólveig Pétursdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Kristján Pálsson, Guðný Guðbjörnsdóttir, Ögmundur Jónasson, Ólafur Örn Haraldsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Hjálmar Jónsson.