Háskóli Íslands

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 16:42:45 (1894)

1995-12-13 16:42:45# 120. lþ. 64.8 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv., 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur


[16:42]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Eftir að þessi lög hafa verið samþykkt þá er enginn vafi í þessu máli. Það er verið að taka af þann vafa sem umboðsmaður Alþingis taldi að væri fyrir hendi í áliti sínu. Síðan liggur það fyrir, og er ekki birt sem hluti af þessari grg. en menn geta fengið það, hvernig háskólinn hefur reiknað þessa kostnaðarliði sem þarna eru taldir og þeir lágu einnig að baki við ákvörðunina 1992--1993. (ÖS: Þeir hafa aldrei verið reiknaðir.) Þeir hafa víst verið reiknaðir, hv. þm., og liggja fyrir og spurningin var sú: Ætti frv. að byggjast upp á því að tíunda þessa kostnaðarliði í frv. eða tilgreina ákveðna fjárhæð? Sú leið var valin með að tilgreina ákveðna fjárhæð og það samrýmist fyllilega þeim kröfum sem umboðsmaður Alþingis gerir til þess þegar um slík álitamál er að ræða.