Háskóli Íslands

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 16:47:17 (1898)

1995-12-13 16:47:17# 120. lþ. 64.8 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv., 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur


[16:47]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel óframkvæmanlegt að rökstyðja hækkun á skrásetningargjaldi í Háskóla Íslands upp í 100.000 kr. með hliðsjón af því að það er verið að sinna þeirri þjónustu sem tilgreind er í þessu frv. Ef Háskóli Íslands gerir tillögu til menntmrh. eða Alþingis um að skólagjöldin verði 100.000 kr., eins og þau eru í a.m.k. einum skóla hér á landi, þá mundi ég líta þannig á að Háskóli Íslands væri að fara fram á að innheimt væru skólagjöld og þá ætti að nota þá fjármuni sem þannig yrðu innheimtir af skólanum til að standa undir öðrum kostnaðarliðum heldur en tilgreindir eru í þessu frv.