2. umr. fjárlaga og heilbrigðiskerfið

Fimmtudaginn 14. desember 1995, kl. 10:57:42 (1914)

1995-12-14 10:57:42# 120. lþ. 65.91 fundur 140#B 2. umr. fjárlaga og heilbrigðiskerfið# (aths. um störf þingsins), JónK
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur


[10:57]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ef hv. 15. þm. Reykv. hefur heyrt það svo að ég héldi því fram að þetta væri óskastaða sem við værum í þá er það misskilningur. Ég mundi auðvitað óska þess að geta lagt fram allar brtt. við 2. umræðu. Ég hef skýrt frá því hvernig stendur á því að það er ekki unnt.

Hins vegar hefur komið fram hjá a.m.k. tveimur ræðumönnum að stefna ríkisstjórnarinnar liggi ekki fyrir við fjárlagagerð. Það er misskilningur. Stefna ríkisstjórnarinnar liggur fyrir. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halli fjárlaga verði í kringum 4 milljarðar kr.

Hv. 15. þm. Reykv. sagði einnig að hér hefði í hvert einasta skipti sem fjárlög hefðu verið rædd verið vísað fjöldamörgum málum milli 2. og 3. umr. (ÖS: Breyst, sagði ég, breyst á milli.) Og breyst á milli 2. og 3. umr. Þetta er alveg rétt. Auðvitað er þetta ekki óskastaða en hins vegar er betra fyrir fjárln. að fara vel ofan í þau erindi sem henni berast heldur en leggja fram tillögur sem standast ekki. (JBH: Hvar eru tillögurnar?) Tillögurnar eru í vinnslu en það er ekki hægt að segja um það á þessu stigi hvaða dag þær koma fram en 3. umr. fer fram innan viku. (JBH: Væri þá ekki rétt að hafa umræðuna þegar tillögurnar koma fram.) (Gripið fram í.) 3. umr. fer fram innan viku. Það má sem dæmi nefna af því að ég nefndi fordæmi að 1987 þegar hv. 9. þm. Reykv. var fjmrh. breyttust útgjaldaliðir fjárlaga milli 2. og 3. umr. um hvorki meira né minna en 3,5 milljarða kr. (Gripið fram í.) þannig að það er ekki fordæmislaust þó það sé langt frá því að ég haldi því fram að þetta sé óskastaða. En ég tel ekkert því til fyrirstöðu að þessi umræða geti farið fram nú.