Fjárlög 1996

Fimmtudaginn 14. desember 1995, kl. 15:36:16 (1924)

1995-12-14 15:36:16# 120. lþ. 65.5 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur


[15:36]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 15. þm. Reykv. hefur bætt nokkuð ráð sitt síðan áðan því hann las upp það grundvallaratriði sem ég nefndi í stefnuskránni. Það er rétt að horfur eru nú betri. En hins vegar stöndum við uppi með þá staðreynd að halli ríkissjóðs á yfirstandandi ári verður allt að 10 millj. kr. Við stöndum uppi með það að afgreiða ríkissjóð með halla á næsta ári um 4 milljarða kr. og ætlum okkur að ná halla ríkissjóðs niður á tveimur árum. (ÖS: Þið lofuðuð því. Nú svíkið þið.) Það var sérstakt grundvallaratriði í okkar stefnuskrá fyrir kosningar. Ég hef slæma samvisku yfir því að afgreiða ríkissjóð með 10 millj. kr. halla á yfirstandandi ári og 4 millj. kr. halla á næsta ári. Ef þeim klyfjum verður svo með áframhaldandi halla velt yfir á framtíðina handa afkomendum okkar að borga, vekur það mér slæma samvisku. Öll okkar kosningaloforð byggjast á því að hægt sé að ráða við ríkisfjármálin og skapa grundvöll til að sinna hinum þörfustu málum, eins og þingmaðurinn las hér upp ágætlega áðan.