Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 10:45:22 (1961)

1995-12-15 10:45:22# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[10:45]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. 14. þm. Reykv. fyrir ábendingar. Það er vissulega rétt hjá hv. þm. að það er bjartar fram undan. Það er m.a. bjartara fram undan vegna þess að í þessari ríkisstjórn situr jafnframfarasinnaður flokkur og Framsfl. er. Það hefur margoft komið í ljós að skoðanir hv. þm. og Framsfl. fara saman í mörgum málum. Og ég hvet hv. þm. (Gripið fram í: Til að ganga í flokkinn.) til þess að koma með okkur og breyta því kerfi sem ég var að benda á. Það kom greinilega í ljós að skoðanir okkar fara saman í mörgum málum.