Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 10:47:58 (1963)

1995-12-15 10:47:58# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[10:47]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru athygliverðar upplýsingar sem hv. 14. þm. Reykv. kemur hér fram með. Hún innir framsóknarmenn eftir kosningaloforðunum, eins og svo margir gera, en við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum til þess að geta staðið við þau. Ég er alveg klár á því að það tekur lengri tíma en hálft ár að standa við þau loforð sem við gáfum. En það munum við gera. Við munum láta verkin tala, en það er langt í næstu kosningar.