Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 10:58:43 (1970)

1995-12-15 10:58:43# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[10:58]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill geta þess varðandi fundahaldið í dag að það er samkomulag um að atkvæðagreiðsla að lokinni 2. umr. um fjárlagafrv. verði kl. tvö í dag. Núna eru sjö hv. þm. á mælendaskrá og forseti væntir þess að hv. þm. taki tillit til þess í ræðum sínum að umræðu þarf að ljúka helst ekki síðar en kl. hálfeitt vegna þess að fleiri mál eru á dagskrá sem verða þá tekin fyrir áður en atkvæðagreiðsla hefst klukkan tvö.