Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 11:45:15 (1981)

1995-12-15 11:45:15# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[11:45]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi síðari ræða hv. þm. fullvissaði mig um að hv. þm. og flokkur hans hefur ekki haft mikil völd í síðustu ríkisstjórn. En af því að hv. þm. talaði um að atvinnulífið ætti ekki að þurfa að vera háð styrkjum af almannafé er það nú svo með landbúnaðinn, sem hann er eflaust að tala um í þessu sambandi, að alls staðar um hinn vestræna heim er landbúnaðurinn stórlega styrktur, ekki síst innan Evrópusambandsins eins og hv. þm. veit. Hvernig er í Noregi þar sem kratar hafa verið við völd nánast svo lengi sem menn muna? Þar er landbúnaðurinn styrktur verulega. Þetta eru svo ódýrar ræður hjá hv. þm. þegar hann kemur upp og kennir milliliðum og Bændahöllinni um, þar er vandamálið, og þykist vilja bændum svo ákaflega vel, miklu, miklu betur en flokkarnir sem nú sitja í ríkisstjórn, eftir því sem ég skil hann.