Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Laugardaginn 16. desember 1995, kl. 12:53:49 (2060)

1995-12-16 12:53:49# 120. lþ. 68.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur


[12:53]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessu máli var ekki vísað til umhvn. heldur fékk umhvn. það til umsagnar og skilaði þeirri vinnu sem ég hef lýst. Umhvn. er svo sannarlega tilbúin til þess á hverju stigi að ræða þessi mál eins og öll önnur umhverfismál ef um það er beðið. En ég ætla enn og aftur, vegna þess að það virðist ekki hafa skilist eða heyrst, að segja það að þó að umhvn. hefði ekki haft rýmri tíma en þennan þá var hún búin að fjalla um þetta mjög ítarlega og því þurfti ekki lengri tíma til að kanna þessi mál, þó svo ég taki fyllilega undir að það hefði verið mjög æskilegt að geta orðið við óskum um að þau skriflegu svör sem um var beðið lægju fyrir. Því miður var það ekki hægt af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar en ég ítreka það að við höfðum mjög málefnalega og skýra afstöðu í þessu máli vegna vandaðs undirbúnings nefndarinnar.