Bifreiðakaupalán til öryrkja

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:07:03 (2092)

1995-12-18 15:07:03# 120. lþ. 69.91 fundur 145#B bifreiðakaupalán til öryrkja# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:07]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þm. Svavars Gestssonar vil ég geta þess að tryggingaráð hefur nýverið haldið fund eða sl. föstudag. Þar var ákveðið að þessi bílalán verði óbreytt, það verði áfram lánað til öryrkja eins og verið hefur að því undanskildu að prósentan hækkar varðandi vextina. Vextir hækka úr 1% í 4%. Að öðru leyti er þetta óbreytt.

Það er hálfrar aldar hefð fyrir þessum lánum. Ef stjórnarandstaðan ætlar að stoppa þing vegna þess að það þarf að breyta lögum vegna þessarar hálfrar aldar hefðar, er ýmislegt að breytast í þinginu.