Bifreiðakaupalán til öryrkja

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:11:38 (2095)

1995-12-18 15:11:38# 120. lþ. 69.91 fundur 145#B bifreiðakaupalán til öryrkja# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:11]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er verið að endurskoða almannatryggingalöggjöfina og ég trúi ekki öðru en að stjórnarandstaðan geti beðið með okkur og við getum haldið áfram þessari lánafyrirgreiðslu eins og verið hefur án þess að stöðva þingstörfin. Ég hef áhuga á að breyta þessum lögum, það er rétt sem hv. formaður heilbr.- og trn. sagði. Ég hafði áhuga á því að heilbr.- og trn. kæmi sér saman um það. Það hefur ekki orðið samkomulag um það og ég spyr þingheim: Á að stöðva þessa lánafyrirgreiðslu vegna þess, þrátt fyrir hálfrar aldar hefð? Eru menn ekki komnir ansi langt í smámunasemi?