Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:26:37 (2103)

1995-12-18 15:26:37# 120. lþ. 69.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., SvG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:26]

Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að ég tel að þessi ræða hæstv. iðnrh. hafi verið mjög á mörkunum. Ég veit ekki betur en umræðunni hafi lokið á laugardaginn og síðan fer hæstv. ráðherra upp í stólinn sérstakra erinda til að leggja sínu liði, ef hann á eitthvert lið í salnum, línurnar um það að fella tillögu mína. Ég kann satt að segja ekki við þessi vinnubrögð og kannast ekki við að þau hafi verið tíðkuð í þessari stofnun. Eða er verið að breyta þingsköpum með þessu brautryðjendastarfi hæstv. iðnrh.? Ég mótmæli þessum vinnubrögðum ráðherrans og ég ráðlegg þingheimi að hafa orð hans að engu. Málið liggur þannig, sérstaklega úr því að hann níðist á þingsköpunum með þeim hætti sem hann gerði áðan.

Ég skora þess vegna á þingheim að samþykkja mína tillögu vegna áskorana hæstv. iðnrh.