Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:51:22 (2112)

1995-12-18 15:51:22# 120. lþ. 69.2 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:51]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Í tilefni þessarar atkvæðagreiðslu minni ég á að þingmenn Alþfl. fluttu brtt. við 2. umr. fjárlaga sem gerði ráð fyrir hækkuðu fjárframlagi vegna barnabótaauka, hærra framlagi en hér er áætlað. Tilgangurinn var að sjálfsögðu sá að draga úr jaðarskattaáhrifum barnafjölskyldna. Því miður var þeirri tillögu hafnað af stjórnarmeirihlutanum. Þessi tillaga felur samt sem áður í sér breytingu til bóta og þess vegna styðjum við hana. Ég segi já.