Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 16:04:44 (2118)

1995-12-18 16:04:44# 120. lþ. 69.2 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[16:04]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er enn vegið að öldruðum. Verið er að afnema að fullu það ákvæði í lögunum sem sett var til að koma í veg fyrir tvísköttun lífeyrisþega. Ég vil benda á að það er annar hópur aldraðra sem nýtur góðs af skattafrádrætti lífeyrisiðgjalda en af þessum 15% skattafslætti.

Ég mótmæli þessari aðför að öldruðum og ég vil benda á að það er ekki bara þreföld aðför að öldruðum, sem er í gangi hjá ríkisstjórninni, heldur var upplýst á fundi heilbr.- og trn. í morgun að ráðherra hefur fleira í pokahorninu. Nú á að fara að skerða, með hærri prósentu, grunnlífeyri lífeyrisþega. Það á eftir að koma inn í umræðuna. Þannig að það er víða leitað fanga.