Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 16:07:19 (2120)

1995-12-18 16:07:19# 120. lþ. 69.2 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[16:07]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Það er ástæða til að rifja upp að krafan um afnám tvísköttunar á lífeyrisgreiðslum er nánast ævaforn í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var tekið á þessu máli með þeim hætti sem nú er verið að afnema, þ.e. það átti að veita lífeyrisþegum skattfrádrátt sem átti að samsvara hlut tvísköttunar í þeim greiðslum.

Í tengslum við kjarasamninga var það síðan svo að verkalýðshreyfingin á Íslandi setti fram kröfur um að reyna að leysa þetta vandamál með öðrum hætti og á það var fallist. Það sem núv. ríkisstjórn er að gera með því að afnema þetta og þurrka út í einu vetfangi er hins vegar að hún að kippir til baka ákvörðun fyrri ríkisstjórnar. Hún stendur ekki við að gera það að siðaðra manna hætti, þ.e. þegar skattfrádráttur iðgjaldagreiðslanna hefur að fullu komið til framkvæmda. Þetta er þess vegna bæði órökrétt og siðlaust. Ég segi nei.