Þingstörf fram að jólahléi

Þriðjudaginn 19. desember 1995, kl. 14:38:57 (2150)

1995-12-19 14:38:57# 120. lþ. 72.91 fundur 150#B þingstörf fram að jólahléi# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur


[14:38]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég tek undir það að nauðsynlegt er að heilbr.- og trn. komi saman og ræði þá atlögu, þá aðför sem nú er gerð að öldruðum og öryrkjum í fjárlögum og bandormi. Ég hef tekið saman að í tíu atriðum er ráðist á gamla fólkið. (Gripið fram í: ... athugasemdir um störf þingins.) --- Þetta er um þau. Ég er að fara fram á að heilbr.- og trn. komi saman til að fá skýringar á atriðum sem er verið að bæta við bandorminn, fleiri atriðum sem eru að koma inn í umræðuna þar sem á enn að ráðast á aldraða og öryrkja.

Í gærkvöldi kom fram að það ætti að hækka gjöld á heilsugæslustöðvum og hjá sérfræðingum. Í gær fékk heilbr.- og trn. upplýsingar um að það eigi að skerða grunnlífeyri hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Það mun hafa í för með sér allt að 84% skerðingu á lífeyrisgreiðslum til hjóna á vissu tekjubili og 62% skerðingu lífeyrisgreiðslna til einstaklinga.

Fleira en það sem kemur fram hér og hefur komið fram í fjölmiðlum tel ég skylt að upplýsa heilbr.- og trn. um áður en þingstörfum verður haldið áfram.