Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 19. desember 1995, kl. 17:38:54 (2169)

1995-12-19 17:38:54# 120. lþ. 72.1 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur


[17:38]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir brtt. vegna frv. til laga um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum. Þær brtt. sem við í meiri hluta efh.- og viðskn. leggjum til eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis sem ekki náðist að koma inn við 2. umr. málsins.

Í fyrsta lagi er lagt til að það verði gerð breyting á orðalagi í 3. og 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. þannig að þetta verði samræmt orðalagsbreytingu sem gert er ráð fyrir í 3. gr. laganna.

Í öðru lagi er gert ráð fyrir að lagfæra fjárhæðir til samræmis við aðrar breytingar á fjárhæðum.

Í þriðja lagi er lagt til að leiðrétta greinatilvísun í sambandi við barnabótaauka. Þetta snýr að skattfrelsi happdrættisvinninga sem skerða téðar bætur.

Síðan eru nokkur atriði sem snúa að gildistökuákvæðum, þar sem verið er að færa gildistökuákvæði til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á frv. við 2. umr.