Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 19. desember 1995, kl. 23:10:02 (2180)

1995-12-19 23:10:02# 120. lþ. 72.1 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur


[23:10]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Ég fagna því að það hefur þá komið skýrt fram hjá hæstv. ráðherra að gjöldin fyrir sérfræðiþjónustuna og á heilsugæsluna munu ekki ná til aldraða, öryrkja eða barnafólks. En ég vil segja, hæstv. ráðherra, að það er ekkert óeðlilegt að tengja þetta við almannatryggingabætur þegar þetta er komið á alls staðar. Hæstv. ráðherra svaraði ekki spurningu minni. Ég spurði hana í fyrsta lagi hvort hún mundi beita sér fyrir því að þetta færi út úr frv. núna og við ræddum þetta samhliða því að tekin væri upp fjármagnstekjuskattur á alla, væntanlega á þinginu núna eftir jól. Ef ekki, er hún þá tilbúin til þess ef hún vill ekki fallast á það að lýsa því yfir að 1. september þegar þetta fer að skerða bætur almannatryggina muni hún beita sér fyrir því að það verði ekki gert ef fjármagnstekjuskattur verður ekki kominn á alla.