Þingstörf fram að jólahléi

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 10:25:13 (2193)

1995-12-20 10:25:13# 120. lþ. 73.91 fundur 151#B þingstörf fram að jólahléi# (aths. um störf þingsins), SF
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[10:25]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Það var ekki skilningur minn að það ætti að fara núna yfir heilbrigðismálin í heild, málefni sjúkrahúsanna, fyrir áramót. Það var ekki skilningur minn (ÖJ: Hver var skilningur þingmannsins?) eftir þessa tillögu þína, hv. þm. Ögmundur Jónasson. Ef þú hefur komið með svona tillögu, þá hefurðu sett hana svo óskýrt fram að það var ekki fyrir nokkurn mann að skilja hana. (Gripið fram í.) Við höfum rætt það í meiri hlutanum að þetta var a.m.k. okkar skilningur og ég ræddi þetta við hv. þm. Össur Skarphéðinsson í gær, hvort það væri virkilega hugmyndin að fara yfir málefni sjúkrahúsanna núna fyrir áramót í einum grænum hvelli og hann kom því á framfæri við mig í gær að það væri hugsanlegt að tala um það í fjóra tíma í dag. Það er ekki minn skilningur á því hvernig á að fara yfir svona mál. Hér er bara um sérstakan misskining að ræða. (ÖJ: Hver var skilningur þingmannsins?) Ég er búin að útskýra það tvisvar, hv. þm.