Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 10:39:10 (2197)

1995-12-20 10:39:10# 120. lþ. 73.8 fundur 240. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar krókabáta) frv., Frsm. SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[10:39]

Svanfríður Jónasdóttir:

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 426 frá sjútvn. Nefndin fékk til umfjöllunar frv. til laga um breytingu á lögum nr. 38, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Þar sem ekki var um veigamikla efnisbreytingu að ræða á lögunum náðist full samstaða um frv. Hér voru, virðulegur forseti, fyrst og fremst á ferðinni mistök sem áttu sér stað við lagasetninguna í vor, mistök sem lutu að ártali. Því fór það svo að eftir að nefndin hafði fjallað um málið og fengið á sinn fund þau Arndísi Steinþórsdóttur frá sjútvrn. og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda lagði nefndin einróma til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt.

Undir álitið skrifa Steingrímur J. Sigfússon, Vilhjálmur Egilsson, Sighvatur Björgvinsson, Stefán Guðmundsson, Svanfríður Jónasdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Hjálmar Árnason, Einar Oddur Kristjánsson og Árni R. Árnason.