Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 13:07:58 (2202)

1995-12-20 13:07:58# 120. lþ. 73.1 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[13:07]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Með þessu skattafrv. er verið að aftengja skattaviðmiðanir og launa- og verðlagsþróun í landinu. Jafnframt er verið að skerða kjör hóps lífeyrisþega grimmilega. Þetta eru vond lög sem fela í sér ómaklega árás á hóp fólks sem jafnframt á von á enn verri sendingum frá meiri hluta Alþingis og hæstv. ríkisstjórn. Ég hafna þessari skerðingarstefnu og segi nei.