Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 13:22:12 (2211)

1995-12-20 13:22:12# 120. lþ. 73.2 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[13:22]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Hér er á ferðinni hagstæður samningur sem hefur afar jákvæð áhrif á þjóðarbúskapinn. Samningurinn er mjög hagstæður Landsvirkjun en núvirtur hagnaður fyrirtækisins af viðauka við raforkusamninginn er talinn verða um 8 milljarðar kr. Fjárfesting eykst um 16 milljarða á næstu tveimur árum vegna stækkunar álvers, hafnaraðstöðu og raforkumannvirkja og þar af fer rúmlega þriðjungur til innlendra aðila. Alls verða 750 ársverk við framkvæmdir á næstu tveimur árum og föstum starfsmönnum fjölgar um 90--100 eftir að framkvæmdum lýkur. Útflutningur eykst um 7--8 milljarða, hagvöxtur eykst og atvinnuleysi minnkar. Síðast en ekki síst er rofin tveggja áratuga kyrrstaða í stóriðjumálum. Vonandi fylgja fleiri slíkir samningar í kjölfarið. Ég segi já.