Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 14:44:16 (2221)

1995-12-20 14:44:16# 120. lþ. 73.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[14:44]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég fer fram á það fyrir hönd þingflokks míns að ráðherrar verði viðstaddir umræðu málaflokka sinna. (Gripið fram í.) Ég vænti þess að stjórnarandstaðan taki undir það að við óskum eftir því að ráðherrar verði kallaðir til viðræðna og þeir geta líka vel verið í salnum. Þetta eru alveg sæmilegir stólar sem sumir sækjast eftir að sitja í og það er allt í lagi að leyfa þeim að vera hérna. Ég skora því á hæstv. forseta að gera ráðstafanir til að fresta fundi þangað til að ráðherrarnir eru komnir hingað inn með góðu eða illu. (Gripið fram í: Allir.) Allir, já. (SJS: Ég held að forseti ætti að gera korters hlé og .... )