Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:02:29 (2275)

1995-12-21 10:02:29# 120. lþ. 74.96 fundur 154#B lög um bjargráðasjóð# (um fundarstjórn), KÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:02]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Fyrir svo sem einni mínútu eða svo var verið að samþykkja lög um Bjargráðasjóð. Þau gera það að verkum að mínum dómi að sú tillaga sem mun koma til afgreiðslu hér í ráðstöfunum um ríkisfjármál og snerta Bjargráðasjóð er þar með óþörf. Ég vil vekja athygli forseta á því að ég tel að sá kafli eigi ekki að koma til atkvæða hér á eftir vegna þess að það er þegar búið með lögum að taka þá ákvörðun sem hér er verið að leggja til.

(Forseti (ÓE): Þetta verður tekið til athugunar.)