Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:22:34 (2277)

1995-12-21 10:22:34# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:22]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það hefur ekki vakið nægilega mikla athygli að í þessu frv. eru tillögur um að skerða varanlega tekjustofna fjögurra mjög mikilvægra menningarstofnana.

Það er í fyrsta lagi Listskreytingasjóður sem hér kemur til atkvæða.

Í öðru lagi Kvikmyndasjóður.

Í þriðja lagi tekjustofn Ríkisútvarpsins sem útvarpið hefur að vísu ekki séð mikið af á undanförnum árum en það kemur ekkert í staðinn. Engin tillaga um neitt annað í staðinn.

Í fjórða lagi veigamikil brtt. við þjóðminjalögin sem snertir húsafriðunarsjóð.

Það er nauðsynlegt að vekja rækilega athygli á því, hæstv. forseti, strax við þessa atkvæðagreiðslu að í þessum fjórum tillögum felst mjög alvarleg atlaga að menningarstarfsemi í landinu sem óhjákvæmilegt er að ræða í öðru samhengi og betra tómi en hér gefst.