Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:25:56 (2279)

1995-12-21 10:25:56# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:25]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um skerðingu á tekjustofnum til Kvikmyndasjóðs. Ég tel þetta stefnu sem á engan hátt er réttlætanleg. Hér er ekki einungis verið að skerða tekjustofna til eins mesta vaxtarbroddar í íslensku þjóðlífi. Fjármagn til þessa þáttar er einfaldlega góð fjárfesting. Við 2. umr. fjárlaga voru felldar tillögur um aukið fé í þennan málaflokk. Ég vil vekja athygli á því að enn getur þingheimur bætt um betur við lokaafgreiðslu fjárlaga og veitt aukið fé í þennan mikilvæga málaflokk. Ég segi já.