Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:42:27 (2285)

1995-12-21 10:42:27# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:42]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Í seinustu atkvæðagreiðslu kom fram afstaða stjórnarandstöðuflokkanna allra að því er varðar þetta mál. Brtt. var á þá leið að ákvæði laga um fullar og óskertar bætur til þeirra sem eru þolendur afbrota kæmu í gildi. Þar með var verið að andmæla þeirri tillögu hæstv. dómsmrh. við fjárlagaafgreiðslu að fresta gildistöku þeirra laga. Um þetta mál hefur mikið verið tekist á og niðurstaðan er sú málamiðlun sem hér er lýst. Hún er þó skárri hlutur en það sem fyrir lá vegna þess að henni er þannig lýst að í staðinn fyrir að 70% af upphaflegum réttindum sem lögin ákváðu til þolenda slíkra afbrota væru skert. Það má segja að með brtt. sem samkomulag hefur tekist um séu 70% af upphaflegum réttindum endurreist. Sjötíu prósent réttlæti er betra en ekkert réttlæti. Ég segi já.