Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:17:03 (2303)

1995-12-21 11:17:03# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:17]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Með því að greiða atkvæði með þessari lagagrein er verið að lögfesta alvarlega atlögu að lífeyrisþegum og í raun er verið að binda hendur heilbrrh. sem getur þá ekki hækkað bætur meira en um 3% á árinu. Þó má segja að ríkisstjórnin hafi að hluta til komið til móts við stjórnarandstöðuna og hörð mótmæli hagsmunasamtaka lífeyrisþega í þessu máli og skal það virt en ég kýs að greiða ekki atkvæði.