Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:23:34 (2305)

1995-12-21 11:23:34# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:23]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli þingheims á því að verið er að greiða atkvæði um breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu. Minni hlutinn leggur til að þessar greinar verði felldar brott. Röksemdin er m.a. sú að slík ákvæði eiga einfaldlega ekki heima í bandorminum, þar sem verið er að tengja mál afgreiðslu fjárlaga. Þessi mál, ásamt ýmsum fleiri sem eiga eftir að koma til atkvæða, eiga heima við heildarendurskoðun og þá í sérstöku frv. sem fá eðlilega þinglega meðferð á Alþingi. Það er ekki boðið upp á það við þessa afgreiðslu. Þess vegna segi ég já.