Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:35:36 (2308)

1995-12-21 11:35:36# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:35]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í gær náðist samkomulag um að fella út 61. gr., enda var afar vandséð hvaða erindi þetta dularfulla mál, sem kostar ekki neitt og breytir engu en gefur möguleika á hagræðingu síðar, eins og segir í skýringu við greinina, átti inn í ráðstafanir í ríkisfjármálum. Mjög mikið var kvartað yfir því að ekki gafst tími til að ræða þetta mál. Ég vil því fagna því að meiri hluti efh.- og viðskn. er búinn að leggja málið fram sem sérstakt lagafrv. og því gefst tækifæri til þess að fá botn í þetta síðar. Ég vil beina þeim eindregnu tilmælum til forseta að sjá til þess að þetta mál komist til umræðu sem allra fyrst eftir jólahlé, enda fýsir mig mjög að vita hvað liggur hér á bak við og hvað þetta þýðir eiginlega.