Umferðarlög

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 12:50:37 (2313)

1995-12-21 12:50:37# 120. lþ. 75.6 fundur 259. mál: #A umferðarlög# (breyting ýmissa laga) frv., Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur


[12:50]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil í andsvari aðeins ræða um þetta mál. Það liggur fyrir brtt. þess efnis að hækka þetta gjald til frambúðar enda eru engin tímabundin ákvæði í sjálfu sér í þessari grein. Ég vek hins vegar athygli á því að við næstu fjárlagagerð, hljóta öll þessi mál að koma til skoðunar, þ.e. sértekjur Umferðarráðs og verkefni þess og hvað menn ætlast fyrir um þá starfsemi og þá að sjálfsögðu í ljósi allra þeirra tillagna sem samþykktar verða á þinginu sem í hönd fer eftir áramótin.