Umferðarlög

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 13:02:23 (2320)

1995-12-21 13:02:23# 120. lþ. 75.6 fundur 259. mál: #A umferðarlög# (breyting ýmissa laga) frv., VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur


[13:00]

Vilhjálmur Egilsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að málið þurfi ekki að valda hv. þm. Steingrími Sigfússyni þvílíku hugarangri sem það gerir. Málið er að það er verið að hækka þetta gjald núna og það getur verið að þurfi að hækka það á næsta ári ef áform hv. þm. og umfjöllun þingsins nú í vor og meðferð fjárlaga fyrir næsta ár gefa tilefni til. En ég tel að það væri enn þá asnalegra og asnalegast af öllu að hækka þetta gjald fyrst núna úr 100 í 200 tímabundið til þess að hækka það svo varanlega við gerð næstu fjárlaga í samræmi við tillögur þeirrar nefndar sem hann starfaði í og gaf út þessa fínu skýrslu.