Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 13:32:49 (2326)

1995-12-21 13:32:49# 120. lþ. 76.1 fundur 263. mál: #A lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur) frv., SighB
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[13:32]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja í þessu sambandi: Hvað er um að ræða marga starfsmenn? Og hvað er reiknað með að skuldbindingar þeirra vegna, hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, verði miklar umfram það að þessi breyting hafi ekki verið gerð? Þ.e. hvað eykur þessi breyting skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins mikið? En eins og kunnugt er er sá lífeyrissjóður tryggður með bakábyrgð hjá ríkissjóði.