Afbrigði um dagskrármál

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 13:40:56 (2332)

1995-12-21 13:40:56# 120. lþ. 76.98 fundur 161#B brtt.# (afbrigði við dagskrá), ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[13:40]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég ætla að reyna að hliðra mér hjá því að fara í efnisumræðu um þessa tillögu og tilurð hennar. En ég vil taka undir þau tilmæli hv. þm. Jóns Baldvins Hannibalssonar að hæstv. forseti fresti því að leita afbrigða fyrir þessari tillögu. Ég vil hins vegar vísa til hv. þm. Vilhjálms Egilssonar. Hann segir: Nefndin ætlaði sér auðvitað að hafa þetta svona. Ég skildi þessa tillögu með allt öðrum hætti þannig að það er alveg ljóst að hv. þm. Vilhjálmur Egilsson er að gjörbreyta efni hennar. En ég mælist til þess, hæstv. forseti, að því verði frestað að leita afbrigða fyrir þessari brtt. hv. þm. Vilhjálms Egilssonar.