Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 14:40:50 (2348)

1995-12-21 14:40:50# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[14:40]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Ég bendi hv. þm. og hæstv. ráðherrum á að óskir um andsvör verða að koma fram strax og ræðumaður hefur lokið máli sínu og ekki er hægt að óska eftir andsvari í miðri andsvaraumræðunni.

Í öðru lagi vildi ég taka sérstaklega fram vegna orða hv. 18. þm. Reykv. að andsvarið er að sjálfsögðu ætlað til að koma fram athugasemdum og jafnvel gagnrýni á það sem ræðumaður hefur sagt en ekki er við hæfi að beina spurningum eða athugasemdum til ráðherrans sem tekur ekki þátt í andsvaraumræðunni. Það er þá frekar að menn geri það með sjálfstæðri ræðu eftir að andsvörum er lokið.

Nú var hv. 18. þm. Reykv. að ljúka máli sínu og það eina sem eftir stendur er spurningin um það hvort hv. 13. þm. Reykv. vill svara. (JóhS: Ég vil bíða eftir því að hæstv. ráðherra komi. Ég ætla ekki að svara hv. 18. þm. Reykv.) Þá er andsvörum lokið og þá vaknar spurningin: Óskar hæstv. heilbrrh. eftir að taka nú til máls sem hann getur að sjálfsögðu gert? (Heilbrrh.: Það eru fleiri spurningar, ég tek þær saman fyrst frá næsta ræðumanni.) Ágætt. Þá skrái ég hæstv. ráðherra á mælendalistann.