Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 15:04:41 (2351)

1995-12-21 15:04:41# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[15:04]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir þessi svör. Þetta er greinilega spurning um túlkun. Alþýðusambandið túlkar það sem svo að ríkisstjórnin hafi lofað því að hækka allar bætur almannatrygginga en í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að það eigi að hækka um ákveðna upphæð og þá er spurningin hvernig menn hafa skilið það.

Ég hlýt að mótmæla því síðasta sem fram kom í máli hæstv. forsrh. vegna þess að í yfirlýsingu Alþýðusambandsins er verið að tala um að hækka skattbyrði elli- og örorkulífeyrisþega sem eru með tekjur á bilinu 68--100 þús. kr. Reyndar er verið að vísa þar í tekjutenginguna en ég get ekki annað en minnt á að það var samþykkt að fella niður 15% afslátt á lífeyrisgreiðslur sem lífeyrisþegar höfðu notið og það er veruleg tekjuskerðing einmitt á þennan hóp.