Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 15:05:55 (2352)

1995-12-21 15:05:55# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[15:05]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Að nefna 15% í samhengi við kvörtun frá Alþýðusambandinu þá er þess að geta að Alþýðusambandið lagðist hart gegn því að við veittum þennan 15% afslátt og benti okkur á það að við gætum fellt það í burtu þegar við veittum hinn afsláttinn sem ég var að nefna sem kemur ekki síður hátekjufólki til góða. Það fer ekki vel saman að finna að því að við séum ekki að ganga erinda Alþýðusambandsins og nefna 15% því að Alþýðusambandið lagðist gegn þeim afslætti og var algerlega sátt við Alþýðusambandið eins og ég skýrði það a.m.k. að þau 15% færu á brott.